Hvers vegna óttast stjórnvöld samkeppni svona mikið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2022 07:01 Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup. Landlæknisembættið hefur stefnt nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dóm. Áður hafði kærunefnd úrskurðað embættinu í óhag fyrir að hafa ekki farið að lögum um útboð á hugbúnaðarkerfum og um þróun á fjarfundabúnaði. Heilbrigð samkeppni er góð Stóra myndin varðar afstöðu stjórnvalda til heilbrigðrar samkeppni og afstöðu stjórnvalda til nýsköpunar. Hin pólitíska spurning er þess vegna: hvers vegna stjórnvöld líta ekki það sem jákvætt að útboð fari fram? Hvers vegna því er ekki bara fagnað að samkeppni ríki í þágu betri heilbrigðisþjónustu. Reglur um innkaup hins opinbera eru settar í þágu almennings. Grunnhugsunin er að tryggja virka samkeppni og að vel sé farið með peninga hins opinbera. Markmiðið er um leið að efla nýsköpun og þróun. Það er augljóst hagsmunamál fyrir alla. Stofnanir spegla pólitík stjórnvalda á hverjum tíma. Kerfin eru mannanna verk. Kerfin bæði geta og eiga að þróast í takt við samfélagið. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 5 ár. Allt síðasta kjörtímabil hennar einkenndist af furðulegri hræðslu stjórnvalda við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Veggir voru reistir sem lengdu bið fólks eftir heilbrigðisþjónustu og hafa sennilega stuðlað að því að læknar skila sér ekki nægilega vel heim að loknu sérfræðinámi erlendis. Tækifærin í nýsköpun eru endalaus Ég bjóst við því að það yrði stefnubreyting í heilbrigðismálum með komu Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytið. Hann hefur lagt sig fram um að hlusta. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar ber með sér sterka áherslu á nýsköpun og málaflokkurinn fékk aukið vægi með sérstöku ráðuneyti nýsköpunarmála. Í þessu samhengi er þetta dómsmál enn einkennilegra. Hvers vegna er hið opinbera þá að leggja mikinn þunga í að koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni og hamast gegn nýsköpun? Hvar er hvatningin til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og tækni? Ég sendi ég heilbrigðisráðherra fyrirspurn um viðbrögð hans þegar niðurstaðar kærunefndarinnar lá fyrir í vetur. Í svari hans sagði m.a. að niðurstaðan í málinu ætti að vera hvatning og tækifæri til að fara yfir innkaup hins opinbera á þessu sviði. Ég er sammála því að þarna leyndist tækifæri. Tækifæri til að staldra við og gera breytingar til að virkja samkeppni og styðja við nýsköpun. Heilbrigðisráðherra nefndi líka að varðandi innkaup embættis landlæknis hafi hann yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir. Almennt eftirlit með því að undirstofnanir heilbrigðisráðherra starfi í samræmi við lög, t.d. um opinber innkaup. Og hann nefndi líka að hann getur tekið mál til skoðunar hjá sér ef hann telur svo ekki vera. Staðreyndin er auðvitað að það er óþarfi að fara með mál eins og þetta fyrir dóm. Það er ekkert sem bannar stjórnvöldum að láta á málið reyna fyrir dómstólum en í því felst hins vegar óheilbrigð pólitísk afstaða til samkeppni og til nýsköpunar. Hvers vegna ekki frekar að rifja upp orð heilbrigðisráðherra sjálfs um að þessi niðurstaða eigi að vera hvatning og tækifæri? Hvatning um að hætta að hræðast breytingar og horfa þess í stað á tækifærin sem við blasa þegar kraftar nýsköpunar eru leystir úr læðingi? Málstofa vel meinandi fólks? Aukaverkun svona dómsmáls eru skilaboðin sem nýsköpunarfyrirtæki fá. Það er líklegt til að fæla frumkvöðla frá. Það er vond niðurstaða fyrir samfélagið allt. Eitt af þremur helstu áhersluatriðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er að styðja við nýsköpun. En þá stefnu þarf að sýna í verki. Þegar ríkisstjórnin gerir ekki það sem hún talar fyrir verður tilfinningin sú að þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna séu bara þátttakendur í málstofu vel meinandi fólks. Nú ættu heilbrigðisráðherra og nýsköpunarráðherra að virkja stefnu sína í heilbrigðismálum og í nýsköpunarmálum. Fagna nýsköpun í stað þess að berjast gegn henni. Þau hafa bæði tækifæri og völd sem til þarf. Svo einfalt er það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar