Það sem vel er gert í íslenskri heilbrigðisþjónustu Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun