Fær ekki að ferðast til New York og verður ekki með á Opna bandaríska Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 19:47 Novak Djokovic verður ekki með á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic segir að hann muni ekki geta ferðast til New York þar sem Opna bandaríska risamótið í tennis fer fram í næstu viku og mun hann því ekki taka þátt á mótinu. Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Opna bandaríska risamótið hefst á mánudaginn, en eitt þekktasta nafn tennisheimsins mun ekki taka þátt. Síðan í október á seinasta ári hefur óbólusettum einstaklingum verið bannað að heimsækja Bandaríkin, en Djokovic er einmitt óbólusettur gegn kórónuveirunni. Djokovic fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn á Opna ástralska risamótinu í janúar á þessu ári þar sem honum var vísað úr landi sökum þess að hann var ekki bólusettur. Þessi 35 ára tenniskappi tryggði sér sinn 21. risatitil þegar hann sigraði Wimbeldon mótið í seinasta mánuði og er því aðeins einum risatitli á eftir Rafael Nadal sem hefur unnið flesta í sögunni. Hann missir þó af tækifærinu til að jafna metið í næastu viku. Hann hafði vonast eftir því að fá að taka þátt, en birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann staðfestir að hann muni ekki fljúga til New York til að taka þátt í mótinu. Sadly, I will not be able to travel to NY this time for US Open. Thank you #NoleFam for your messages of love and support. ❤️ Good luck to my fellow players! I’ll keep in good shape and positive spirit and wait for an opportunity to compete again. 💪🏼 See you soon tennis world! 👋🏼— Novak Djokovic (@DjokerNole) August 25, 2022 Djokovic var þó á lista yfir keppendur á Opna bandaríska síðastliðinn mánudag. Þann 30. júlí birti hann einnig færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera að æfa eins og ef hann væri að fara að keppa á Opna bandaríska. Bandaríska heilbrigðisstofnunin CDC hefur undanfarnar vikur endurskoðað ýmsar reglur er varða óbólusetta borgara Bandaríkjanna. Raglur er varða óbólusetta ferðalanga virðast þó enn vera í gildi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Serbía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira