Samband Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar við Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Sverrir Bergmann Magnússon, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir skrifa 24. ágúst 2022 14:30 Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun