Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:00 Norðmenn eru í fremstu röð í fjölda íþróttagreina en eiga nú á hættu að missa réttinn til að keppa á stórmótum. Getty/Jozo Cabraja Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim. Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim.
Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Sjá meira