Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. ágúst 2022 07:00 Getty Images Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana. Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Sjá meira
Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana.
Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Sjá meira