Innlent

Lenti á Reykja­víkur­flug­velli á leið sinni í kringum jörðina

Árni Sæberg skrifar
Rutherford ætlar að fljúga þessari litlu flugvél hringinn í kringum landið.
Rutherford ætlar að fljúga þessari litlu flugvél hringinn í kringum landið. Aðsend

Mack Rutherford, sem ætlar að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga einsamall hringinn í  kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fjögur í dag.

Rutherford var vel tekið af slökkviliði Reykjavíkurflugvallar sem sprautaði vatni yfir flugvél hans þegar hann ók flugvélinni að flugskýli.

Rutherford, sem er aðeins sautján ára gamall, hefur stundað flug nánast allt sitt líf og hann er hluti mikillar flugfjölskyldu. 

Fyrir sléttu ári síðam lenti systir hans, Zara Rutherford, á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni í kringum hnöttinn. Hún varð yngsta konan til að fljúga einsömul hringinn aðeins nítján ára gömul.

Rutherford kom hingað til lands frá Grænlandi en fylgjast má með ferðalagi hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×