Lífríki í ám og sjó ógnað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Skeljatínsla á Norður-Spáni Xurxo Lobato/ Getty Images Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig. Loftslagsmál Dýr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig.
Loftslagsmál Dýr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira