Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. ágúst 2022 16:01 Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Háskólar Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun