Semjið við hjúkrunarfræðinga Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar