Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Helga Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar