Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30
Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30
Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30