Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Snorri Másson skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Haustið 2017 byrjaði einn hópur í húsasmíði í FB og einn hópur í rafvirkjun. Síðan snarfjölgaði þeim - og nú, aðeins fimm árum síðar, eru hóparnir orðnir þrír í báðum greinum; sem sagt þrefaldur fjöldi og enn fleiri eru nú á biðlista. „Það má sannarlega segja að hér hefur orðið sprenging, sérstaklega í þessum tveimur greinum. Þetta gerist kannski hraðar en við höfum áttað okkur á og við höfum ekki alveg verið tilbúin. En þetta er mjög æskilegt og það er æskilegt að stunda nám þar sem hugur og hönd fara saman,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Rætt er við Guðrúnu og kíkt í heimsókn í þröngsetinn fjölbrautaskólann í myndbroti úr kvöldfréttum Stöðvar 2 hér að ofan. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti.Stöð 2 Fimmta hverjum hafnað Sífellt fleiri virðast sækja í iðnnám; ætli herferðir undanfarinna ára séu ekki að bera árangur. Nú getur FB vart annað eftirspurn og svipað er uppi á teningnum í Tækniskólanum; en þar er það enn verra. Tækniskólinn hafnaði í ár 399 umsóknum af 1.278; sem sagt um þriðjungi, þar sem ekki var hægt að koma nýnemunum fyrir. Um land allt sýna gögn Menntamálastofnunar að um fimmtungi allra sem sóttu um verknám í haust hafi verið hafnað. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er hvort tveggja kennt í kvöld- og dagskóla. Hvert skot er fullt í skólanum til að koma nemendum fyrir. Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari í FB hefur kennt rafvirkjun í meira en tuttugu ár við skólann. „Húsakynnin voru þau sömu en nemendunum hefur fjölgað; þeir eru orðnir allavega tvöfalt fleiri en þeir voru þá,“ segir Víðir, sem bendir á að skólinn sé þegar búinn að koma fyrir skólastofum í gámahýsi. „Það verður þröng á þingi í vetur.“ En breytinga er von; fyrir utan gömlu smíðaskemmuna á að reisa glænýtt hús fyrir iðngreinarnar. Eftir vonandi tvö ár rís þar stærra og betra hús fyrir meira og betra nám.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30 Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30 Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? 26. júlí 2021 13:15 Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Iðn- og tækninám verður að efla Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. 23. september 2021 13:30
Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina. 10. ágúst 2021 13:30
Breiðholtið vex Þegar kennsla hófst í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1975 var hluti af iðnnámi kenndur utan dyra. 4. maí 2021 16:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“