„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 21:42 Arnar Gunnlaugsson hefur stýrt Víkingi til sigurs í fjórum Evrópuleikjum af sjö í sumar. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. „Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
„Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn