Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2022 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira