Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 13:36 Líklegt er að fjöldi fólks fari á flakk um helgina en lögreglan varar við því að það auglýsi það opinberlega. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að áhersla lögreglunnar í sumar hafi meðal annars verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfráls búnaðar, ferðavögnum eða eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Sjaldnast hafi verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftir- og ferðavagna en í nokkrum tilvikum hafi ökumönnum bent á atriði sem betur mættu fara, til dæmis að framlengja hliðarspegla. Í flestum tilvikum virðist ferðalangar huga vel að ástandi ferðavagna og ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt sé að þeir sem séu með slíka vagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, en þeir geti nú ekið á allt að 90 km/klst hraða þar sem slíkt er leyfilegt á þjóðvegi. Líklegt er að nokkuð verði um ökumenn með slíka vagna þessa helgi, þrátt fyrir slæma veðurspá. Lögreglan hvetur einmitt ferðalanga til að huga vel að veðurspá sem sé misslæm eftir landshlutum. Þá ítrekar lögreglan mikilvægi þess að fólk noti bílbelti, börn séu í viðeigandi barnabílstólum og allir ökumenn séu allsgáðir. Þá eru ferðalangar hvattir til að sýna þolinmæði í umferðinni og gæta sérstakrar varúðar við framúrakstur. Fólk fylgist með grunsamlegum mannaferðum Auk þessa umferðareftirlits mun lögreglan halda úti eftirliti í hverfum í umdæminu og ítrekar lögreglan að fólk láti vita um grunsamlegar mannferðir, taki jafnvel ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og skrifi hjá sér til dæmis bílnúmer og jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt sést í nánasta umhverfi. Innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en látið er til skara skríða, hringja dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt,“ segir í tilkynningunni. Þá hvetur lögreglan fólk til að kveikja útiljós séu þau til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. Sömuleiðis sé mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir alrla augum þegar farið sé í frí, til dæmis með tilkynningu á samfélagsmiðlum. „Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01 Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að áhersla lögreglunnar í sumar hafi meðal annars verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfráls búnaðar, ferðavögnum eða eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Sjaldnast hafi verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftir- og ferðavagna en í nokkrum tilvikum hafi ökumönnum bent á atriði sem betur mættu fara, til dæmis að framlengja hliðarspegla. Í flestum tilvikum virðist ferðalangar huga vel að ástandi ferðavagna og ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt sé að þeir sem séu með slíka vagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, en þeir geti nú ekið á allt að 90 km/klst hraða þar sem slíkt er leyfilegt á þjóðvegi. Líklegt er að nokkuð verði um ökumenn með slíka vagna þessa helgi, þrátt fyrir slæma veðurspá. Lögreglan hvetur einmitt ferðalanga til að huga vel að veðurspá sem sé misslæm eftir landshlutum. Þá ítrekar lögreglan mikilvægi þess að fólk noti bílbelti, börn séu í viðeigandi barnabílstólum og allir ökumenn séu allsgáðir. Þá eru ferðalangar hvattir til að sýna þolinmæði í umferðinni og gæta sérstakrar varúðar við framúrakstur. Fólk fylgist með grunsamlegum mannaferðum Auk þessa umferðareftirlits mun lögreglan halda úti eftirliti í hverfum í umdæminu og ítrekar lögreglan að fólk láti vita um grunsamlegar mannferðir, taki jafnvel ljósmyndir ef slíkt er mögulegt og skrifi hjá sér til dæmis bílnúmer og jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt sést í nánasta umhverfi. Innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en látið er til skara skríða, hringja dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt,“ segir í tilkynningunni. Þá hvetur lögreglan fólk til að kveikja útiljós séu þau til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá umferð eða mannaferðir við húsin. Sömuleiðis sé mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir alrla augum þegar farið sé í frí, til dæmis með tilkynningu á samfélagsmiðlum. „Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Mosfellsbær Tengdar fréttir Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31 Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01 Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. 28. júlí 2022 11:31
Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. 28. júlí 2022 09:01
Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. 27. júlí 2022 10:05