Karabatic varar leikmenn við þýsku úrvalsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 13:30 Nikola Karabatic mælir gegn því að leikmenn fari í þýsku úrvalsdeildina. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Nikola Karabatic, einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, segist ekki geta mælt með því við nokkurn leikmann að leika í sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildinni. Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Sjá meira
Við Íslendingar höfum um árabil átt fjölda fulltrúa í sterkustu deild heims í handbolta. Karabatic hefur hins vegar varað við deildinni og segir leikjaálag á leikmenn deildarinnar vera alltof mikið. Þessi 38 ára handboltamaður lék með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni frá árinu 2005 til 2009. Síðan þá hefur hann leikið í heimalandi sínu, Frakklandi, ef frá er talið tveggja ára stopp í Barcelona á Spáni. Hann er nú leikmaður PSG í Frakklandi þar sem hann hefur leikið síðan 2015. Á löngum ferli sínum hefur Karabatic unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Hann hefur orðið Ólympíumeistari í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistari í þrígang. Þá hefur hann fagnað fjölda landsmeistaratitla með félagsliðum sínum og unni Meistaradeild Evrópu með þremur mismunandi liðum. Að auki hefu Karabatic þrisvar sinnum verið valinn besti handboltamaður heims. Nikola Karabatic og franska landsliðið fagna Ólympíugulli árið 2008 eftir sigur gegn Íslendingum, 28-23.Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images „Ég hef verið að ofkeyra mig síðan ég byrjaði að spila í Þýskalandi. Ég spyr mig í alvörunni í dag hvernig ég fór að þessu. Ég spilaði 60 mínútur í vörn og sókn og þá var spilaður miklu hraðari handbolti en í dag,“ sagði Karabatic í samtali við Handball-World tímaritið Bock auf Handball. „Við unnum Meistaradeildina með aðeins átta leikmenn. Jesús, það var galið! Það var risastórt afrek.“ Hann segir að komandi handboltaleikmenn framtíðarinnar verði að hugsa um sjálfa sig því liðin sem slík geri það ekki. Liðin séu í raun bara að nota þá. „Stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig af því að annars gerir það enginn. En það er eðlilegt í íþróttum, aðrir munu bara nota þig. Stundum hugsa liðin bara um úrslit, en ekki um þig sem leikmann. En þetta er fín lína.“ „Þegar tíma þínum er lokið hja liði þá kemur bara einhver annar í staðinn fyrir þig og félagið segir bless. Það er það leiðinlega við íþróttir. Þjálfararnir vilja bara vinna og þeir þurfa þig til þess. Jafnvel þó þú sért meiddur. Sem leikmaður þá þarftu alltaf að vera meðvitaður um það áður en þú tekur þá áhættu.“ Of mikið af stórleikjum sem skipta litlu máli Í gegnum sinn feril hefur Karabatic verið heppinn með meiðsli. Franska stórskyttan hefur alltaf haldið sér í toppformi og hugsað vel um líkaman og það hefur haldið honum að mestu frá sjúkralista liðanna sem hann hefur spilað með, þrátt fyrir leikjaálagið. Hann myndi þó vilja sjá leikmenn fá mun meiri vernd en nú. „Eins og ég sé þetta þá skil ég ekki af hverju við spilum svona marga stóra leiki sem skipta svona litlu máli. Allir þessir leikir í forkeppnum og riðlakeppnum á móti liðum eins og Flensburg, Barcelona, Kielce eða Veszprem,“ sagði Karabatic áður en hann skaut létt á aðrar deildir. Nikola Karabatic brýst í gegnum vörn pólska liðsins Kielce.Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images „Ég skil auðvitað að þessi útgáfa af Meistaradeildinni sé frekar töff fyrir lið eins og Barcelona, Kielce eða Veszprem af því að deildirnar sem þau lið spila í heima fyrir eru mjög slappar. En fyrir þýsku og frönsku liðin og leikmenn þeirra liða er þetta gríðarlegt álag.“ Hann segir einnig að vegna þessa mikla leikjaálags gegn stærstu liðum heims hafi þýska úrvalsdeildin misst sjarma sinn. „Eins og staðan er núna þá get ég ekki mælt með því við nokkurn leikmann að fara í stærstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni. Tökum bara Flensburg sem dæmi. Horfðu bara á hversu útkeyrt liðið þeirra var á seinasta tímabili, sagði Karabatic að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti