Er einhver skortur á bjánum hjá ríkissaksóknara? Eva Hauksdóttir skrifar 22. júlí 2022 13:26 Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi. Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít. Aðsent Hér er annaðhvort um að ræða skammarlegt þekkingarleysi eða einbeittan vilja embættismanns til að afvegaleiða almenning. Hvort heldur er réttara þá er færslan til þess fallin að valda misskilningi og kynda undir fordómum. Það er því rétt að benda á mikilvægan mun á tveimur af mörgum forsendum þess að veita útlendingum dvalarleyfi. Einnig er vert að skoða ummæli vararíkissaksóknara í ljósi þeirra mannréttinda að fá að lifa með reisn. Grundvöllur dvalarleyfis Skortur á starfsfólki getur verið grundvöllur dvalarleyfis. Þá er hugmyndin sú að það sé eftirsóknarvert, fyrir einstaka atvinnugreinar, hagkerfið og oft menninguna, að fá útlendinga til hjálpar. Því eigi að greiða fyrir því að útlendingar geti búið og unnið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Þegar fólki er veitt alþjóðleg vernd (hæli, eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið ekki það að dvalarleyfi útlendings eigi sérstaklega að gagnast ríkinu. Vitaskuld á að stefna að því að flóttafólk fái vinnu og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. En forsendan fyrir dvöl þess er sú að það eigi ekki raunhæfan kost á að njóta mannréttinda í heimalandi sínu og þessvegna hafi alþjóðasamfélagið sérstakar skyldur gagnvart því. Mannréttindavernd sem grundvöllur dvalarleyfis Mannréttindi eru víðtæk en í megindráttum fela þau í sér fjórþættan rétt; þ.e. rétt til lífs, frelsis, öryggis og mannhelgi. Öll mannréttindaákvæði þjóna þessum meginreglum. Öllum ríkjum ber skylda til að setja lög um það hvernig þessum réttindum skuli háttað, hvernig megi takmarka þau og hvaða afleiðingar það eigi að hafa ef brotið er gegn þeim. Ríkjunum ber einnig skylda til þess að framfylgja lögum sem sett eru mannréttindum til verndar. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum eru ríkin skuldbundin til að vernda ríkisfangslausa, og ríkisborgara annarra landa, þegar þeirra eigin ríki bregðast skyldu sinni til að tryggja mannréttindi og framfylgja þeim. Einn þáttur í því að framfylgja þeirri kvöð gagnvart hælisleitendum er skylda stjórnvalda til að rannsaka mál þeirra til hlítar áður en tekin er íþyngjandi ákvörðun sem getur stefnt mannréttindum þeirra í voða. Hér á landi eru það Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sem fara með þá rannsóknarskyldu. Mannhelgi og rétturinn til að lifa með reisn Mannhelgi felur í sér rétt til sæmdar. Ekki aðeins vernd gegn ómannúðlegri meðferð, heldur rétt til að njóta jafnréttis, virðingar, einkalífs, æruverndar og samviskufrelsis. Menn eiga rétt á því að lifa með reisn, sem þýðir m.a. að þeir eiga ekki að þurfa að sitja undir niðurlægingum vegna þess hverjir þeir eru og hvernig þeir lifa sínu einkalífi. Allra síst af hálfu stjórnvalda og embættismanna. Í sumum ríkjum býr hinsegin fólk við svo slaka mannréttindavernd að það getur beinlínis kostað það lífið ef kynhneigð þess er sýnileg. Í fleiri ríkjum ógnar það frelsi þess ef upp kemst. Ennþá fleiri ríki vanrækja það að tryggja öryggi hinsegin fólks þar sem lögum er ekki framfylgt og glæpir gegn hinsegin fólki hafa því engar afleiðingar. Rétti hinsegin fólks til að lifa með reisn er svo illa framfylgt að fáum dettur einu sinni í hug að sækja um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu einni að stjórnvöld í heimaríkjum þess hafi vanrækt að sporna gegn því að kynhegðun þess sé notuð sem réttlæting fyrir mismunun og niðurlægingu. Í sumum ríkjum hefur það engar afleiðingar að synja hinsegin fólki um vinnu, húsnæði, menntun, heilsugæslu og aðra þjónustu. Gegn réttinum til sæmdar Ég held að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, viti þetta allt. Engu að síður leyfir hann sér að tala af virðingarleysi um fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín og allt sem það þekkir í von um tækifæri til að lifa við öryggi og frelsi. Hann ræðst gegn rétti manna til sæmdar og það á bæði við um einstaklinga og hópa. Hann hagar orðum sínum þannig að ætla mætti að maðurinn sem um er fjallað í fréttinni sem hann deilir hafi vísvitandi gefið rangar upplýsingar og það þótt dómstóll hafi komist að annarri niðurstöðu. Þannig ræðst embættismaðurinn gegn mannorði einstaklings. Hann fullyrðir að auðvitað ljúgi "þeir" og gefur þannig sterklega í skyn að almennt megi ætla að flóttafólk ljúgi til um aðstæður sínar. Þetta tiltæki vararíkissaksóknara er ærumeiðandi í garð þessa manns sem neyddist til að leita til dómstóla þar sem stjórnsýslan brást því hlutverki að vernda mannréttindi hans. Og það er ekki langt seilst að kalla ummælin rógburð gegn minnihlutahópi. Þau eru reyndar mun skæðari en sumt af því fordómarausi áhrifalausra borgara sem dómstólar hafa flokkað sem hatursorðræðu. Færsla vararíkissaksóknara vekur áleitnar spurningar um það hvort maðurinn skilji stöðu sína nógu vel. Og þetta er reyndar ekkert í fyrsta eða annað sinn sem framganga hans, hvort heldur er á vinnustað eða á opinberum vettvangi vekur almenning til umhugsunar um það hversvegna í ósköpunum hann hafi valist í áhrifa- og valdastöður. Spurningin um það hvort skortur sé á hommum á Íslandi er jafn hálfvitaleg og spurningin um það hvort nokkur skortur sé á bjánum hjá embætti ríkissaksóknara. Tilgangurinn með því að veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd er ekki sá að bæta úr hommaskorti á íslenskri grund. Ekki frekar en tilgangurinn með því að hafa Helga Magnús Gunnarsson á launum hjá ríkinu sé sá að bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Eva Hauksdóttir Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi. Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít. Aðsent Hér er annaðhvort um að ræða skammarlegt þekkingarleysi eða einbeittan vilja embættismanns til að afvegaleiða almenning. Hvort heldur er réttara þá er færslan til þess fallin að valda misskilningi og kynda undir fordómum. Það er því rétt að benda á mikilvægan mun á tveimur af mörgum forsendum þess að veita útlendingum dvalarleyfi. Einnig er vert að skoða ummæli vararíkissaksóknara í ljósi þeirra mannréttinda að fá að lifa með reisn. Grundvöllur dvalarleyfis Skortur á starfsfólki getur verið grundvöllur dvalarleyfis. Þá er hugmyndin sú að það sé eftirsóknarvert, fyrir einstaka atvinnugreinar, hagkerfið og oft menninguna, að fá útlendinga til hjálpar. Því eigi að greiða fyrir því að útlendingar geti búið og unnið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Þegar fólki er veitt alþjóðleg vernd (hæli, eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið ekki það að dvalarleyfi útlendings eigi sérstaklega að gagnast ríkinu. Vitaskuld á að stefna að því að flóttafólk fái vinnu og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. En forsendan fyrir dvöl þess er sú að það eigi ekki raunhæfan kost á að njóta mannréttinda í heimalandi sínu og þessvegna hafi alþjóðasamfélagið sérstakar skyldur gagnvart því. Mannréttindavernd sem grundvöllur dvalarleyfis Mannréttindi eru víðtæk en í megindráttum fela þau í sér fjórþættan rétt; þ.e. rétt til lífs, frelsis, öryggis og mannhelgi. Öll mannréttindaákvæði þjóna þessum meginreglum. Öllum ríkjum ber skylda til að setja lög um það hvernig þessum réttindum skuli háttað, hvernig megi takmarka þau og hvaða afleiðingar það eigi að hafa ef brotið er gegn þeim. Ríkjunum ber einnig skylda til þess að framfylgja lögum sem sett eru mannréttindum til verndar. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum eru ríkin skuldbundin til að vernda ríkisfangslausa, og ríkisborgara annarra landa, þegar þeirra eigin ríki bregðast skyldu sinni til að tryggja mannréttindi og framfylgja þeim. Einn þáttur í því að framfylgja þeirri kvöð gagnvart hælisleitendum er skylda stjórnvalda til að rannsaka mál þeirra til hlítar áður en tekin er íþyngjandi ákvörðun sem getur stefnt mannréttindum þeirra í voða. Hér á landi eru það Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sem fara með þá rannsóknarskyldu. Mannhelgi og rétturinn til að lifa með reisn Mannhelgi felur í sér rétt til sæmdar. Ekki aðeins vernd gegn ómannúðlegri meðferð, heldur rétt til að njóta jafnréttis, virðingar, einkalífs, æruverndar og samviskufrelsis. Menn eiga rétt á því að lifa með reisn, sem þýðir m.a. að þeir eiga ekki að þurfa að sitja undir niðurlægingum vegna þess hverjir þeir eru og hvernig þeir lifa sínu einkalífi. Allra síst af hálfu stjórnvalda og embættismanna. Í sumum ríkjum býr hinsegin fólk við svo slaka mannréttindavernd að það getur beinlínis kostað það lífið ef kynhneigð þess er sýnileg. Í fleiri ríkjum ógnar það frelsi þess ef upp kemst. Ennþá fleiri ríki vanrækja það að tryggja öryggi hinsegin fólks þar sem lögum er ekki framfylgt og glæpir gegn hinsegin fólki hafa því engar afleiðingar. Rétti hinsegin fólks til að lifa með reisn er svo illa framfylgt að fáum dettur einu sinni í hug að sækja um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu einni að stjórnvöld í heimaríkjum þess hafi vanrækt að sporna gegn því að kynhegðun þess sé notuð sem réttlæting fyrir mismunun og niðurlægingu. Í sumum ríkjum hefur það engar afleiðingar að synja hinsegin fólki um vinnu, húsnæði, menntun, heilsugæslu og aðra þjónustu. Gegn réttinum til sæmdar Ég held að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, viti þetta allt. Engu að síður leyfir hann sér að tala af virðingarleysi um fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín og allt sem það þekkir í von um tækifæri til að lifa við öryggi og frelsi. Hann ræðst gegn rétti manna til sæmdar og það á bæði við um einstaklinga og hópa. Hann hagar orðum sínum þannig að ætla mætti að maðurinn sem um er fjallað í fréttinni sem hann deilir hafi vísvitandi gefið rangar upplýsingar og það þótt dómstóll hafi komist að annarri niðurstöðu. Þannig ræðst embættismaðurinn gegn mannorði einstaklings. Hann fullyrðir að auðvitað ljúgi "þeir" og gefur þannig sterklega í skyn að almennt megi ætla að flóttafólk ljúgi til um aðstæður sínar. Þetta tiltæki vararíkissaksóknara er ærumeiðandi í garð þessa manns sem neyddist til að leita til dómstóla þar sem stjórnsýslan brást því hlutverki að vernda mannréttindi hans. Og það er ekki langt seilst að kalla ummælin rógburð gegn minnihlutahópi. Þau eru reyndar mun skæðari en sumt af því fordómarausi áhrifalausra borgara sem dómstólar hafa flokkað sem hatursorðræðu. Færsla vararíkissaksóknara vekur áleitnar spurningar um það hvort maðurinn skilji stöðu sína nógu vel. Og þetta er reyndar ekkert í fyrsta eða annað sinn sem framganga hans, hvort heldur er á vinnustað eða á opinberum vettvangi vekur almenning til umhugsunar um það hversvegna í ósköpunum hann hafi valist í áhrifa- og valdastöður. Spurningin um það hvort skortur sé á hommum á Íslandi er jafn hálfvitaleg og spurningin um það hvort nokkur skortur sé á bjánum hjá embætti ríkissaksóknara. Tilgangurinn með því að veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd er ekki sá að bæta úr hommaskorti á íslenskri grund. Ekki frekar en tilgangurinn með því að hafa Helga Magnús Gunnarsson á launum hjá ríkinu sé sá að bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum. Höfundur er lögmaður.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun