Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 09:16 Það var hiti í andstæðingum Blika eftir 2-0 sigur Kópavogsliðsins í gærkvöld. Rauða spjaldið hafði farið á loft þrívegis í leiknum, við litla hrifningu rúmlega 50 stuðningsmanna Buducnost sem voru á leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og skjáskot/@blikar.is Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn