Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 18:34 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent