Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 08:32 Lögreglan stóð í ýmsu í gærkvöldi, þar á meðal þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum. Vísir/Kolbeinn Tumi Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira