Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 15. júlí 2022 14:01 Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar