Sjáðu sýningu Breiðabliks og sigurmark KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 09:31 Andri Rafn Yeoman er ekki þekktur fyrir sín þrumuskot, enda laumaði hann boltanum í nærhornið. Markið má sjá hér að neðan. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan. Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Breiðablik átti vissulega aðeins erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Santa Coloma komst óvænt yfir með glæsilegu marki lengst utan af velli eftir um hálftíma leik. Ísak Snær Þorvaldsson jafnaði metin með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks fengu Blikar vítaspyrnu þar sem vinstri bakvörður Santa Coloma varði boltann með hendi á marklínu. Hann fékk rauða spjaldið að launum og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram en Breiðablik hafði unnið úti leikinn 1-0 og því 3-1 yfir á þessum tímapunkti. Andri Rafn Yeoman, sem lék í vinstri bakverði Breiðabliks í gær, skoraði þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Steindórsson gerði út um leikinn með fjórða marki heimamanna. Lokatölur 4-1 og Breiðablik vann einvígið því 5-1 samanlagt. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: Breiðablik 4-1 Santa Coloma Mikið var um dýrðir á Meistaravöllum en fjölmenn stuðningsmanna Pogón Szczecin setti lit sinn á leikinn. Segja má að um fýluferð hafi verið að ræða en KR-ingar spiluðu mikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir í fyrri hálfleik eftir að Aron Kristófer Lárusson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna. Aron Kristófer skoraði einnig í fyrri leiknum og má segja að vinstri bakverðinum líði vel í Evrópu. Sigurður Bjartur kláraði færið svo af mikilli yfirvegun. Heimamenn fengu nokkur hálffæri og hefðu með öðru marki geta strítt gestunum en það kom aldrei. Lokatölur í gær 1-0 KR í vil en Pogón vann einvígið sannfærandi 4-2. Klippa: Sambandsdeild Evrópu: KR 1-0 Pogón
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50 Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00 Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. 14. júlí 2022 20:06
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. 14. júlí 2022 21:50
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. 14. júlí 2022 22:00
Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. 14. júlí 2022 21:40