Takmörkuð gæði Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2022 16:00 Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar