Innlent

Bíllyklum og farsímum stolið úr búningsklefa

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tilkynnt var um þjófnað í búningsklefa knattspyrnuiðkenda.
Tilkynnt var um þjófnað í búningsklefa knattspyrnuiðkenda. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um þjófnaðarbrot hjá íþróttafélagi í Grafarholti síðdegis í gær. Þar var búið að fara í búningsklefa og stela verðmætum frá ungum knattspyrnuiðkendum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar segir að af drengjunum hafi verið stolið farsímum, bíllyklum og fleiru. Ekki er ljóst hvort lögregla hafi haft upp á þeim sem stal verðmætunum.

Lögregla hafði að auki afskipti af þremur ungum mönnum í Garða­bæ vegna fíkni­efna­neyslu í bif­reið, og lagði hald á ætluð fíkni­efni.

Þá voru fimm öku­menn voru stöðvaðir við akstur af ýmsum á­stæðum. Voru tveir stöðvaðir eftir hraða­mælingu í Kópa­vogi, en báðir reyndust aka tals­vert yfir há­marks­hraða. 

Þá var öku­maður stöðvaður í Hlíða­hverfinu, grunaður um ölvun við akstur, annar í Laugar­dalnum grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum fíkni­efna og sá þriðji stöðvaður í Múla­hverfi. Þegar lög­regla bað við­komandi um öku­skír­teini kom á daginn að hann hafði þá þegar verið sviptur slíkum réttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×