Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2022 11:22 Nokkur væta hefur verið íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi um helgina. Svo var líka árið 2019, þegar þessi mynd var tekin á mótinu. Vísir/Vilhelm Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið. Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið.
Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira