Innlent

Rann á krossara undir kyrrstætt öku­tæki við bensín­dælu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna í nótt vegna tjóns af völdum rafmagnshlaupahjóls.
Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna í nótt vegna tjóns af völdum rafmagnshlaupahjóls. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys á bensínstöð í Breiðholti í gærkvöldi.

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á krossara og er sagður hafa runnið undir kyrrstætt ökutæki við bensíndælu. Starfsmaður ásamt viðskiptavin á vettvangi náðu að losa ökumann bifhjólsins sem var þá með meðvitund. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild en ekki er vitað um meiðsl.

Tilkynnt var um reiðhjólaslys í Grafarvogi en þar féll maður af hjóli og hlaut höfuðáverka. Sjúkrabifreið kom á vettvang, var maðurinn með meðvitund og öndun eðlileg. Grunur uleikur á að um ölvun hafi verið að ræða. 

Einnig óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna tjóns af völdum rafmagnshlaupahjóls. Sá sem ók hjólinu er grunaður um að stjórna því undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×