Jöfn tækifæri til strandveiða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 14:01 Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun