Kveikjum neistann í alla skóla? Rannveig Oddsdóttir skrifar 8. júlí 2022 09:31 Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál). Hér er rétt að staldra við og skoða nokkur atriði. Í fyrsta lagi þá hugmynd að fastbinda í aðalnámskrá hvaða aðferðir skuli notaðar í lestrarkennslu. Verði það gert er um grundvallar stefnubreytingu í menntamálum á Íslandi að ræða. Fram til þessa hefur aðalnámskrá lagt línur um áherslur í námi og markmið sem stefnt skuli að en skólum hefur verið treyst fyrir því að velja leiðir til að ná settum markmiðum. Stefnubreyting sem þessi er vantraustsyfirlýsing á skóla og kennara og gerir lítið úr fagmennsku stéttarinnar. Í öðru lagi er rétt að skoða hvaða aðferð það er sem lagt er til að verði notuð við lestrarkennslu. Kveikjum neistann er þróunarverkefni sem hófst í Vestmannaeyjum síðastliðið haust og mun standa í tíu ár. Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Við lestrarkennslu er byggt á hljóðaaðferð. Hljóðaaðferð hefur verið notuð í íslenskum skólum um langt árabil og samkvæmt úttekt á lestrarkennslu í íslenskum skólum 2009 var aðferðin allsráðandi. Síðan þá hafa margir skólar tekið upp kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem leggur áherslu á að vinna á heildstæðan hátt með læsi. Ein af grunnstoðum þeirrar aðferðar er kennsla í stöfum og hljóðum en einnig er lögð áhersla á að vinna með talað mál, hlustun, lesskilning og ritun. Hljóðaaðferð er því engin nýjung í læsiskennslu á Íslandi heldur er hún notuð með einum eða öðrum hætti í öllum skólum landsins nú þegar. Þar fyrir utan er ekki komin nægilega mikil reynsla á Kveikjum neistann til að tímabært sé að innleiða aðferðina í fjölda skóla. Aðferðin hefur verið notuð í 1. bekk, í einum skóla, í eitt skólaár en ekki hefur verið kynnt hvernig unnið verður með læsi áfram í eldri bekkjum. Mælitækin sem notuð voru til að meta árangurinn í 1. bekk eru ekki notuð í öðrum íslenskum skólum. Forsvarsmenn aðferðarinnar hafa birt til samanburðar tölur úr norskri rannsókn sem byggir á gögnum sem aflað var fyrir 20 árum. Í þeim gögnum kemur fram að við upphaf skólagöngu standa norsk börn þeim íslensku nokkuð að baki í stafaþekkingu, þekkja að meðaltali 13 stafi en íslensk börn yfir 20 og því ekki óeðlilegt að þau íslensku séu fyrri til að ná lestrartækninni. Frekari úttektar er þörf til að hægt sé að fullyrða að aðferðin skili betri árangri en kennsla í öðrum skólum. Varðandi tillögur um breytingar á lestrarmælingum þá gaf Menntamálastofnun út ný lesfimipróf 2017. Þau próf geta þó engan vegin talist „helsta breyting í stjórnkerfi skóla“ eins og segir í greinargerðinni. Löng hefð er fyrir notkun hraðaprófa í Íslenskum skólum. Það eina sem var nýtt var að gefin voru út viðmið um lestrarhraða nemenda í öllum bekkjum og skólar hvattir til að meta reglulega lesfimi allra nemenda. Deila má um gildi lesfimiprófa til að meta læsi barna á mið- og unglingastigi en flestir lestrarfræðingar eru sammála um að slík próf séu gagnleg til að fylgjast með framförum í lestri í fyrstu bekkjum grunnskóla. Að skipta þeim prófum sem nú eru notuð út fyrir það sem flutningsmenn tillögunnar kalla „stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð“, og vísar eftir því sem næst verður komið til prófsins sem notað var Vestmannaeyjum, væri ábyrgðarlaust. Það próf er ekki staðlað og metur einungis þekkingu barnanna á stöfum og hljóðum og hvort þau eru farin að geta tengt saman stafi/hljóð í lestri á einföldum texta. Lesfimi er langt því frá fullþróuð þegar þeirri færni er náð og mikilvægt að geta fylgst með framvindunni áfram. Lesfimipróf og fleiri matstæki sem skólar nota í dag koma þar að góðum notum. Þá er rétt að geta þess að lesfimipróf Menntamálastofnunar eru hluti af prófasafni sem er enn í mótun og mun þegar fram líða stundir einnig innihalda mat í lesskilningi og ritun. Vinnan við prófagerðina hefur hins vegar tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki fengið nægt fjármagn í verkefnið. Varðandi þriðja lið tillögunnar að tryggja að allir nemendur fái áskoranir við hæfi þá hefur Ísland í áratugi fylgt stefnu um skóla fyrir alla og lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þriðji liður tillögunnar sýnir því enn og aftur að flutningsmenn hennar hafa ekki kynnt sér vel gildandi skólastefnu, lög og reglugerðir sem er eðlilegt að gera áður en lagðar eru fram breytingatillögur sem þessi. Umrædd tillaga ber vott um mikla vanþekkingu á skólastarfi og læsismenntun og hvaða leiðir eru árangursríkar til að styðja við og efla skólastarf. Í stað þess að grípa á lofti hálfþróaðar aðferðir ættu ráðamenn að horfa til þess að styðja við þá faglegu umgjörð sem skólastarf þrífst innan, svo sem með því að efla rannsóknir og styrkja þær stofnanir sem styðja við faglegt skólastarf. Höfundur er lektor við hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Rannveig Oddsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál). Hér er rétt að staldra við og skoða nokkur atriði. Í fyrsta lagi þá hugmynd að fastbinda í aðalnámskrá hvaða aðferðir skuli notaðar í lestrarkennslu. Verði það gert er um grundvallar stefnubreytingu í menntamálum á Íslandi að ræða. Fram til þessa hefur aðalnámskrá lagt línur um áherslur í námi og markmið sem stefnt skuli að en skólum hefur verið treyst fyrir því að velja leiðir til að ná settum markmiðum. Stefnubreyting sem þessi er vantraustsyfirlýsing á skóla og kennara og gerir lítið úr fagmennsku stéttarinnar. Í öðru lagi er rétt að skoða hvaða aðferð það er sem lagt er til að verði notuð við lestrarkennslu. Kveikjum neistann er þróunarverkefni sem hófst í Vestmannaeyjum síðastliðið haust og mun standa í tíu ár. Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Við lestrarkennslu er byggt á hljóðaaðferð. Hljóðaaðferð hefur verið notuð í íslenskum skólum um langt árabil og samkvæmt úttekt á lestrarkennslu í íslenskum skólum 2009 var aðferðin allsráðandi. Síðan þá hafa margir skólar tekið upp kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem leggur áherslu á að vinna á heildstæðan hátt með læsi. Ein af grunnstoðum þeirrar aðferðar er kennsla í stöfum og hljóðum en einnig er lögð áhersla á að vinna með talað mál, hlustun, lesskilning og ritun. Hljóðaaðferð er því engin nýjung í læsiskennslu á Íslandi heldur er hún notuð með einum eða öðrum hætti í öllum skólum landsins nú þegar. Þar fyrir utan er ekki komin nægilega mikil reynsla á Kveikjum neistann til að tímabært sé að innleiða aðferðina í fjölda skóla. Aðferðin hefur verið notuð í 1. bekk, í einum skóla, í eitt skólaár en ekki hefur verið kynnt hvernig unnið verður með læsi áfram í eldri bekkjum. Mælitækin sem notuð voru til að meta árangurinn í 1. bekk eru ekki notuð í öðrum íslenskum skólum. Forsvarsmenn aðferðarinnar hafa birt til samanburðar tölur úr norskri rannsókn sem byggir á gögnum sem aflað var fyrir 20 árum. Í þeim gögnum kemur fram að við upphaf skólagöngu standa norsk börn þeim íslensku nokkuð að baki í stafaþekkingu, þekkja að meðaltali 13 stafi en íslensk börn yfir 20 og því ekki óeðlilegt að þau íslensku séu fyrri til að ná lestrartækninni. Frekari úttektar er þörf til að hægt sé að fullyrða að aðferðin skili betri árangri en kennsla í öðrum skólum. Varðandi tillögur um breytingar á lestrarmælingum þá gaf Menntamálastofnun út ný lesfimipróf 2017. Þau próf geta þó engan vegin talist „helsta breyting í stjórnkerfi skóla“ eins og segir í greinargerðinni. Löng hefð er fyrir notkun hraðaprófa í Íslenskum skólum. Það eina sem var nýtt var að gefin voru út viðmið um lestrarhraða nemenda í öllum bekkjum og skólar hvattir til að meta reglulega lesfimi allra nemenda. Deila má um gildi lesfimiprófa til að meta læsi barna á mið- og unglingastigi en flestir lestrarfræðingar eru sammála um að slík próf séu gagnleg til að fylgjast með framförum í lestri í fyrstu bekkjum grunnskóla. Að skipta þeim prófum sem nú eru notuð út fyrir það sem flutningsmenn tillögunnar kalla „stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð“, og vísar eftir því sem næst verður komið til prófsins sem notað var Vestmannaeyjum, væri ábyrgðarlaust. Það próf er ekki staðlað og metur einungis þekkingu barnanna á stöfum og hljóðum og hvort þau eru farin að geta tengt saman stafi/hljóð í lestri á einföldum texta. Lesfimi er langt því frá fullþróuð þegar þeirri færni er náð og mikilvægt að geta fylgst með framvindunni áfram. Lesfimipróf og fleiri matstæki sem skólar nota í dag koma þar að góðum notum. Þá er rétt að geta þess að lesfimipróf Menntamálastofnunar eru hluti af prófasafni sem er enn í mótun og mun þegar fram líða stundir einnig innihalda mat í lesskilningi og ritun. Vinnan við prófagerðina hefur hins vegar tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki fengið nægt fjármagn í verkefnið. Varðandi þriðja lið tillögunnar að tryggja að allir nemendur fái áskoranir við hæfi þá hefur Ísland í áratugi fylgt stefnu um skóla fyrir alla og lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þriðji liður tillögunnar sýnir því enn og aftur að flutningsmenn hennar hafa ekki kynnt sér vel gildandi skólastefnu, lög og reglugerðir sem er eðlilegt að gera áður en lagðar eru fram breytingatillögur sem þessi. Umrædd tillaga ber vott um mikla vanþekkingu á skólastarfi og læsismenntun og hvaða leiðir eru árangursríkar til að styðja við og efla skólastarf. Í stað þess að grípa á lofti hálfþróaðar aðferðir ættu ráðamenn að horfa til þess að styðja við þá faglegu umgjörð sem skólastarf þrífst innan, svo sem með því að efla rannsóknir og styrkja þær stofnanir sem styðja við faglegt skólastarf. Höfundur er lektor við hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun