Lögreglan er fyrir alla Fjölnir Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Hinsegin Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar