„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“ Jón Már Ferro skrifar 2. júlí 2022 09:01 Halldór Smári skorar og skorar þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld. „Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
„Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira