„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“ Jón Már Ferro skrifar 2. júlí 2022 09:01 Halldór Smári skorar og skorar þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld. „Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
„Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira