„Þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum“ Jón Már Ferro skrifar 2. júlí 2022 09:01 Halldór Smári skorar og skorar þessa dagana. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkinga var að vonum gríðarlega sáttur með sigur þeirra á KR-ingum er liðin mættust í Bestu deild karla á föstudagskvöld. „Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Nei ég er sammála því. Að koma á KR-völl og vinna 0-3 og skora ég held það sé erfitt að toppa það,“ sagði Halldór Smári, einn af markaskorurum Víkinga, að leik loknum. Hann var að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. KR-ingar settu mikla pressu á Vikinga til að byrja með en Víkingar stóðu það af sér. „Við vorum nú ekkert það öruggir til að byrja með. Pressa KR-inga var að virka vel á móti okkur. Við vorum óstyrkir með völlinn til að byrja með. Eftir vítið fannst mér við taka í rauninni völdin í leiknum og sérstaklega í seinni hálfleik. Bara frábær leikur hjá okkur.“ Það hafa verið mikil læti í leikjum þessara liða undanfarin ár. Halldór hefur gaman af þessum leikjum. „Þetta er geðveikt sko, að einhver haldi að þetta sé eitthvað leiðinlegt fyrir leikmenn að vera í svona slagsmálum allan tímann, þetta er bara geggjað. Sérstaklega á blautu grasi, þá koma návígi, þá koma tæklingar. Þetta verður smá ljótt stundum. Ég fíla það í botn.“ Þrátt fyrir sigur hefðu Víkingar mögulega viljað spila meiri sóknarbolta eins og þeir eru þekktir fyrir en leikurinn spilaðist ekki þannig. „Jú, við viljum náttúrulega alltaf spila fótbolta. Til að byrja með var þetta smá erfitt en um leið og leikurinn opnast í seinni hálfleik þá fundum við svæðin betur sem við vildum fara í, þá var þetta auðveldara. Ég held að okkur hafi bara tekist nokkuð vel til.“ Halldór svaraði hver honum finnst munurinn á grasi og gervigrasi vera. „Til að byrja með er það það já. Flotið á boltanum er öðruvísi, til að byrja með er það og það var það í dag. Svo þegar við fundum taktinn þá var ekki spurt að leikslokum.“ Líkt og flestir vita lögðu Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen skóna á hilluna. Halldór er ánægður hvernig Víkingar hafa brugðist við því. „Jú ég myndi segja að það geri það. Einnig mikill styrkur hjá Arnari og þjálfarateyminu. Þeir eru bara búnir að búa til það gott konsept að svo detta menn bara inn í stöðurnar sem vantar og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Það hefur bara tekist mjög vel til eftir að þeir fóru verð ég bara að segja.“ „Helsti munurinn er sá að það eru allir skíthræddir við Sölva og Kára þegar þeir spila. Það er eitt að vera með Arnar á hliðarlínunni og vilja ekki bregðast honum en menn voru á nálunum að bregðast ekki Sölva og Kára,“ sagði Halldór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira