Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Vísir Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim. Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim.
Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira