Matvælaverð hækkar hratt Erna Bjarnadóttir skrifar 23. júní 2022 14:01 Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun