Matvælaverð hækkar hratt Erna Bjarnadóttir skrifar 23. júní 2022 14:01 Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun