Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2022 13:10 Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í haust. Vísir/Arnar Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“ Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“
Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52