Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 08:42 Skjáskot úr auglýsingu Greitens. Þar sést hann ráðast inn í hús með hópi vopnaðra sérsveitarmanna. Lýsir hann því yfir að hann gefi út ótakmarkað veiðileyfi á aðra repúblikana. AP/Framboð Erics Greitens Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent