PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 07:44 Mikið álag var á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þegar mest lét í faraldrinum. Landspítali/Þorkell Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12