Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. júní 2022 17:01 Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar