Innlent

Létu greipar sópa í Vesturbænum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði meðal annars afskipti af þremur ungmennum í miðborginni í nótt. Eru þeir grunaðir um vopnalagabrot.
Lögreglan hafði meðal annars afskipti af þremur ungmennum í miðborginni í nótt. Eru þeir grunaðir um vopnalagabrot. Vísir/Vilhelm

Par sem kom í íbúð í Vesturbænum í gærkvöldi undir því yfirskyni að sækja þar tösku létu greipar sópa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að klukkan 19 í gærkvöldi hafi borist tilkynning um parið. Sem fyrr segir komu þau í íbúðina til að sækja tösku.

Þegar þau hurfu á braut höfðu þau hnuplað bíllyklum, peningum og farsíma auk þess sem þau stálu einnig bíl úr bílakjallara.

Svo virðist sem að nóttin hafi verið heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru mörg mál bókuð í dagbókinni.

Þrír ungir menn voru stöðvaðir af lögreglunni í miðborginni skömmu eftir miðnætti. Mennirnir eru grunaðir um hótanir og brot á vopnalögum.

Þá gaf gömul uppþvottavél upp öndina í Vesturbænum í gærkvöldi. Brann hún yfir og lagði frá henni reyk. Slökkviliðið mætti á svæðið og fjarlægði vélina.

Þá var sextán ára unglingur gripinn fyrir of hraðan akstur í Grafarvogi. Sá hinn sami hefur aldrei öðlast ökuréttindi og er einnig grunaður um ölvun við akstur.

Að auki hafði lögreglan hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa brotist inn í nokkra bíla í Árbæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×