Fótbolti

Lið Óttars segir öldungar­­deildar­þing­manni að halda sig frá fé­laginu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð.
Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð. Twitter@oaklandrootssc

Bandaríska fótboltaliðið Oakland Roots hefur sent öldungardeildarþingmanninum Ted Cruz skýr skilaboð eftir nýjasta útspil þingmannsins á Twitter-síðu sinni. Óttar Magnús Karlsson leikur með félaginu.

Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia.

Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð.

Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki.

Sjá einnig: Strunsaði út úr við­tali þegar hann var spurður um land­lægar skot­á­rásir í Banda­ríkjunum

Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki.

Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna:

„Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“

Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn.

Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×