Nemendur himinlifandi á fyrstu vorhátíðinni í tvö ár Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 8. júní 2022 23:50 Friðrik Dór tróð upp á hátíðinni við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Stöð 2 Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman. Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira
Nokkur ár eru síðan að svo margir hafa komið saman á skólalóðinni en vegna kórónuveirufaraldursins voru engar vorhátíðir síðustu tvö árin. Skólastjórinn var því að vonum glaður með að geta fyllt lóðina aftur af foreldrum og börnum eftir langt hlé. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ sagði Þorkell Daníel Jónsson skólastjóri í Breiðagerðisskóla þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Foreldrafélagið hefur staðið fyrir svona viðburði ég veit ekki hvað lengi, allavega síðan ég hef verið hér. Ekki síðastliðin tvö ár, en núna. Þannig að þetta er alveg dásamlegt,“ sagði hann. Þorkell segir börnin hafa mjög gaman af hátíðum sem þeirri sem fór fram í dag. Ánægja barnanna er bersýnileg í myndskeiðinu hér að ofan. „Svo vorum við að senda fjögur hundruð börn út í sumarið, einmitt í dag, þannig það er virkilega ánægjulegt að geta lokið deginum síðan með svona gleði,“ segir hann. Á hátíðinni kom fram tónlistarfólk, gefin voru blóm og tré, sett var upp sérstök vatnsrennibraut, matarvagnar voru á staðnum og svo var þar líka að finna bókabílinn. „Við erum alltaf að hvetja krakkana til þess að lesa og viljum að þau lesi í sumar,“ sagði Þorkell sem er þess fullviss að börnin mæti endurnærð aftur í skólann næsta haust.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira