Áframhaldandi vandræði í Reykjavík Jónas Elíasson skrifar 9. júní 2022 07:02 Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til. Ekki er allt svart framundan hjá borginni, 20% hækkun fasteignagjalda mun auka tekjur borgarinnar umtalsvert og verðbólgan vegna Covid lána, sem mun ganga yfir heiminn á næstu árum, mun lækka hlutfallslegt vægi 400 milljarða skuldar Reykjavík. En fjárþörfin er svo óskapleg að lítið munar um þetta í raun. Rekstrarhallinn hefur verið um 1 - 2 milljarðar á mánuði og ekki annað að sjá en hann hækki. En stærsta fjármáladæmi borgarinnar, borgarlínan, er af annarri stærðargráðu. Það sem, heyrðist um hana var, að reyna ætti að koma henni inn í Keldnalandið. Þetta er svokölluð 1. lota, upphaflega áætluð á 25 milljarða sem er alltof lítið, en þar er stærra fjármáladæmi á bak við en nokkurn mann grunar. Fyrir það fyrsta þarf að byggja tvær brýr sem ekki verða tilbúna fyrr en eftir nokkur ár. Þær breyta engu fyrir samgöngur í borginni því yfir þær má enginn bíll keyra nema um 200 strætisvagnar á dag. Ef kostnaðinum er dreift á þessa umferð er hann um 5,000 kr á vagn, sem er dálítið há brúargjöld. En ríkið er búið að lofa 50 milljörðum á samgönguáætlun og 23 milljörðum á loftslagsáætlun í borgarlínu, þó hún geri bæði samgöngur og loftslag verri, og þurfi ekki að kosta nema 20 milljarða ef rétt er farið að. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ríkið lofar 4 sinnum hærri upphæð í samgönguframkvæmd en hún kostar og það áður en hönnun liggur fyrir. Og spurningin er, getur Borgarsjóður gert sér mat úr því? Ef verið er að reyna það, þá er borgin að minnsta kosti á réttri leið, því 50 milljarða loforð ríkisins er ekki reiðufé, heldur Keldnalandið og leggja á 1. lotu borgarlínunnar þar í gegn. Að fá það gefins upp í borgarlínu er fundið fé. Fullbyggt með þéttingaraðferðinni gæti landið færa borginni um 150 milljarða. Gallinn er sá, að það mun taka mörg ár að ná því fé inn, og gæti reynst torsótt þegar hærra íbúðaverð byrjar að draga úr sölu. Og til þess að byggja á landinu þarf að leysa vandamál sem enginn er byrjaður að spá í, og enginn vill kosta. Þetta vandamál er Rannsóknarstöðin að Keldum. Þetta er eina rannsóknastöð landsins fyrir búfjársjúkdóma. Hún getur ekki þrifist innan um borgarlínuskrölt og þétta íbúðabyggð. Hvað er þá til ráða? Eitt er víst, Rannsóknastöðin má ekki stöðvast, ekki einu sinni tímabundið. Þá taka menn þá áhættu að búfjársjúkdómar vaði stjórnlaust yfir landið án þess að uppgötvast með vissu. Sjá menn fyrir sér hvað gerist ef gin- og klaufaveiki nær að festast í landinu eða eitthvað álíka gerist? Hér eru búfjárstofnar sem aldrei hafa þurft að þola þá veiki. Svo hvað er til ráða. Ekki annað en flytja Rannsóknarstöðina annað og vera búinn að koma henni af stað án þess að starfsemin stöðvist, áður en landið verður tekið til annara nota. Er búið að finna nýjan stað undir Rannsóknarstöðina og verið að undirbúa það með húsnæði og innréttingum ? Ónei, ekkert slíkt er í gangi, þó það taki fyrirsjáanlega nokkur ár. Þetta er alveg gráupplagt mál fyrir ríki og Reykjavíkurborg til að klúðra í sameiningu og kenna hvort öðru um. Hvernig lenda menn í svona klemmu? Það verður að segjast eins og er, að borgin byrjaði með þeirri fáránlegu samþykkt frá 2018 um „hágæða almenningssamgöngukerfi“, þar sem „Vagnar og umhverfi borgarlínunnar mun bera svipmót léttlesta“ eins og síðar var tilkynnt. Þessi setning, sem sjálfsagt er sett inn til að réttlæta ítrekaðar ferðir að kynna sér lestar- og sporvagnakerfi í útlöndum, á stærsta sök á þeim mistökum í undirbúningi sem á eftir fylgdu. Léttlestar er borgarstjórnar tungumál fyrir sporvagna, þeir hafa ekkert til Íslands að gera og hafa aldrei haft. En Borgarstjórnin situr núna uppi með afsprengi þessarar samþykktar og mun gera í 4 ár enn. Þá verður undirbúningur að „hágæða almenningssamgöngukerfi“ búinn að taka 12 ár og ekkert hefur gerst nema vandræði. Nýi samstarfssáttmálinn var kjörið tækifæri fyrir flokkana til að reka af sér slyðruorðið í samgöngumálum, leyfa ríkinu að laga þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins með nýjum gatnamótum og greiðari umferðarvirkjum. Af því hefði borgin haft töluverðar óbeinar tekjur. Nú er fyrirsjáanlegt að kostnaður vegna umferðartafa, sem þegar nálgast 50 milljarða á ári, mun halda áfram að hækka. Umfram eldsneytisnotkun umferðarinnar, sem þegar er 10.000 tonn/ári eða meir með tilheyrandi mengun, mun líka hækka. Ekkert í samstarfssáttmálanum tekur á þessu í neinni alvöru. Þar er ekkert sem maður, með sama magn af sannleiksást í blóðinu og venjulegur borgarstjóri, getur ekki snúið sig út úr. Í staðin fyrir alvöru breytingar til að bæta úr þessu er haldið áfram í sama farinu. Hvaða framsóknarmaður sem er getur því farið frá þessu í fæðingarorlof, jafnvel þó hann sé nýsestur í borgarstjórn, og oddvitinn ætlar að gera það. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Jónas Elíasson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til. Ekki er allt svart framundan hjá borginni, 20% hækkun fasteignagjalda mun auka tekjur borgarinnar umtalsvert og verðbólgan vegna Covid lána, sem mun ganga yfir heiminn á næstu árum, mun lækka hlutfallslegt vægi 400 milljarða skuldar Reykjavík. En fjárþörfin er svo óskapleg að lítið munar um þetta í raun. Rekstrarhallinn hefur verið um 1 - 2 milljarðar á mánuði og ekki annað að sjá en hann hækki. En stærsta fjármáladæmi borgarinnar, borgarlínan, er af annarri stærðargráðu. Það sem, heyrðist um hana var, að reyna ætti að koma henni inn í Keldnalandið. Þetta er svokölluð 1. lota, upphaflega áætluð á 25 milljarða sem er alltof lítið, en þar er stærra fjármáladæmi á bak við en nokkurn mann grunar. Fyrir það fyrsta þarf að byggja tvær brýr sem ekki verða tilbúna fyrr en eftir nokkur ár. Þær breyta engu fyrir samgöngur í borginni því yfir þær má enginn bíll keyra nema um 200 strætisvagnar á dag. Ef kostnaðinum er dreift á þessa umferð er hann um 5,000 kr á vagn, sem er dálítið há brúargjöld. En ríkið er búið að lofa 50 milljörðum á samgönguáætlun og 23 milljörðum á loftslagsáætlun í borgarlínu, þó hún geri bæði samgöngur og loftslag verri, og þurfi ekki að kosta nema 20 milljarða ef rétt er farið að. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ríkið lofar 4 sinnum hærri upphæð í samgönguframkvæmd en hún kostar og það áður en hönnun liggur fyrir. Og spurningin er, getur Borgarsjóður gert sér mat úr því? Ef verið er að reyna það, þá er borgin að minnsta kosti á réttri leið, því 50 milljarða loforð ríkisins er ekki reiðufé, heldur Keldnalandið og leggja á 1. lotu borgarlínunnar þar í gegn. Að fá það gefins upp í borgarlínu er fundið fé. Fullbyggt með þéttingaraðferðinni gæti landið færa borginni um 150 milljarða. Gallinn er sá, að það mun taka mörg ár að ná því fé inn, og gæti reynst torsótt þegar hærra íbúðaverð byrjar að draga úr sölu. Og til þess að byggja á landinu þarf að leysa vandamál sem enginn er byrjaður að spá í, og enginn vill kosta. Þetta vandamál er Rannsóknarstöðin að Keldum. Þetta er eina rannsóknastöð landsins fyrir búfjársjúkdóma. Hún getur ekki þrifist innan um borgarlínuskrölt og þétta íbúðabyggð. Hvað er þá til ráða? Eitt er víst, Rannsóknastöðin má ekki stöðvast, ekki einu sinni tímabundið. Þá taka menn þá áhættu að búfjársjúkdómar vaði stjórnlaust yfir landið án þess að uppgötvast með vissu. Sjá menn fyrir sér hvað gerist ef gin- og klaufaveiki nær að festast í landinu eða eitthvað álíka gerist? Hér eru búfjárstofnar sem aldrei hafa þurft að þola þá veiki. Svo hvað er til ráða. Ekki annað en flytja Rannsóknarstöðina annað og vera búinn að koma henni af stað án þess að starfsemin stöðvist, áður en landið verður tekið til annara nota. Er búið að finna nýjan stað undir Rannsóknarstöðina og verið að undirbúa það með húsnæði og innréttingum ? Ónei, ekkert slíkt er í gangi, þó það taki fyrirsjáanlega nokkur ár. Þetta er alveg gráupplagt mál fyrir ríki og Reykjavíkurborg til að klúðra í sameiningu og kenna hvort öðru um. Hvernig lenda menn í svona klemmu? Það verður að segjast eins og er, að borgin byrjaði með þeirri fáránlegu samþykkt frá 2018 um „hágæða almenningssamgöngukerfi“, þar sem „Vagnar og umhverfi borgarlínunnar mun bera svipmót léttlesta“ eins og síðar var tilkynnt. Þessi setning, sem sjálfsagt er sett inn til að réttlæta ítrekaðar ferðir að kynna sér lestar- og sporvagnakerfi í útlöndum, á stærsta sök á þeim mistökum í undirbúningi sem á eftir fylgdu. Léttlestar er borgarstjórnar tungumál fyrir sporvagna, þeir hafa ekkert til Íslands að gera og hafa aldrei haft. En Borgarstjórnin situr núna uppi með afsprengi þessarar samþykktar og mun gera í 4 ár enn. Þá verður undirbúningur að „hágæða almenningssamgöngukerfi“ búinn að taka 12 ár og ekkert hefur gerst nema vandræði. Nýi samstarfssáttmálinn var kjörið tækifæri fyrir flokkana til að reka af sér slyðruorðið í samgöngumálum, leyfa ríkinu að laga þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins með nýjum gatnamótum og greiðari umferðarvirkjum. Af því hefði borgin haft töluverðar óbeinar tekjur. Nú er fyrirsjáanlegt að kostnaður vegna umferðartafa, sem þegar nálgast 50 milljarða á ári, mun halda áfram að hækka. Umfram eldsneytisnotkun umferðarinnar, sem þegar er 10.000 tonn/ári eða meir með tilheyrandi mengun, mun líka hækka. Ekkert í samstarfssáttmálanum tekur á þessu í neinni alvöru. Þar er ekkert sem maður, með sama magn af sannleiksást í blóðinu og venjulegur borgarstjóri, getur ekki snúið sig út úr. Í staðin fyrir alvöru breytingar til að bæta úr þessu er haldið áfram í sama farinu. Hvaða framsóknarmaður sem er getur því farið frá þessu í fæðingarorlof, jafnvel þó hann sé nýsestur í borgarstjórn, og oddvitinn ætlar að gera það. Höfundur er prófessor.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun