Bann gegn guðlasti lögfest á ný Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júní 2022 17:30 Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar. Það er að réttarbót að tryggja að bann við mismunun taki til mismununar á grundvelli framangreindra atriða, að einu undanskildu þó. Ef lögum er breytt á þann veg að gagnrýni á trúarbrögð kunni að teljast mismunun þá kann það að leiða til skerðingar á tjáningarfrelsi með sama hætti og bann við guðlasti. Hér er verið að gera trú, trúartilfinningu og trúarlíf að verndarhagsmunum laganna og hegðun (áreitni) sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu fólks og skapa aðstæður sem eru meðal annars móðgandi vegna trúar einstaklings. Ekki er útilokað að Alþingi kunni að lögfesta að nýju bann við guðlasti, fyrir slysni. Árið 2015 var bann gegn guðlasti var numið úr gildi. Ákvæði 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 lýsti athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast og var eftirfarandi: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara. Hvað það merkir nákvæmlega, að draga dár eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, var háð mati hverju sinni og einungis dómstóla að skera úr um. Árið 1984 féll hæstaréttardómur um guðlast (125. gr. hegningarlaga) í máli tímaritsins Spegillinn. Í dómsorði sagði að verndarandlag ákvæðisins væri trúartilfinning fólks og réttur þess til að hafa hana í friði. Taldist því brot að smána trú og trúarlíf fólk ef verknaðinum fylgdi ekki framlag til málefnalegrar umræðu. Í athugasemdum við frumvarp það sem felldi á brott bann gegn guðlasti segir að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Fólk hafi ólíka sýn á lífið og því sé viðbúið að tjáning sem einn telur eðlilega telji annar móðgandi. Verði frumvarpið að lögum mun það falla undir áreitni ef einhver misbýður virðingu viðkomandi vegna trúar og skapar aðstæður sem eru niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi vegna trúar. Hér er kveðið á um sömu verndarhagsmuni og voru í lögum um bann gegn guðlasti. Hér er því verið að lögfesta bann gegn guðlasti aftur og samhliða því verið að skerða tjáningarfrelsi almennings. Í frjálsu samfélagi er tjáning án ótta við refsingu af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra er grundvallaratriði. Ljóst er af greinargerð frumvarpsins að ekki hefur verið athugað hvort efni þess kunni fela í lögfestingu á banni við guðlasti að nýju. Frumvarpið er því ekki nægjanlega vel unnið og ígrundað. Annað sem er sætir furðu við nefnt frumvarp er að verði það að lögum verða tvenn lög á Íslandi um jafna meðferð fólks, annars vegar lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Ekki liggur fyrir hvort lögin tvenn veiti fólki sömu réttarvernd með því að tryggja því jafna meðferð í samfélagi innan og utan vinnustaðar. Sé um sömu réttarverndina að ræða þarf að svara því hvers vegna verið sé að kveða á um hana í tvennum lögum. Skilin á gildissviði laganna þurfa einnig að vera skýr, það er hvenær lögin um jafna meðferð utan vinnumarkaðar gild og hvenær lögin innan vinnumarkaðar. Engin nauðsyn er á að tvenn lög tryggi fólki jafna meðferð í samfélaginu, ein utan vinnumarkaðar og önnur lög innan vinnumarkaðar. Það getur skapað misræmi í réttarverndinni og leitt til mismunandi réttarverndar í lagaframkvæmd. Forsætisráðherra virðist hafa lagt fram ofangreint frumvarp af kannski meira kappi en forsjá er kemur að því að lögfesta réttinn til jafnrar meðferðar fólks í samfélaginu og án þess að líta til mikilvægis tjáningarfrelsis. Tjáningarfrelsið er hornsteinn allra lýðræðis samfélaga. Þau grundvallarmannréttindi geta falið í sér rétt og frelsi til að móðga aðra, að minnsta kosti þegar kemur að trú líkt og Alþingi féllst á árið 2015. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun