Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 23:12 Doc Antle hefur ítrekað verið sakaður um að fara illa með dýrin sín. Getty/AP Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum. Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum.
Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48