Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2022 14:32 Hér hvíla systurnar Arooj og Aneesa Abbas, í fæðingarbæ sínum Gujrat í Pakistan. SOHAIL SHAHZAD/EPA Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa. Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa.
Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25