Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2022 14:32 Hér hvíla systurnar Arooj og Aneesa Abbas, í fæðingarbæ sínum Gujrat í Pakistan. SOHAIL SHAHZAD/EPA Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa. Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira
Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa.
Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25