Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2022 14:32 Hér hvíla systurnar Arooj og Aneesa Abbas, í fæðingarbæ sínum Gujrat í Pakistan. SOHAIL SHAHZAD/EPA Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa. Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa.
Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25