Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:21 Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Allt frá því fyrir hrun þegar byrjað var að byggja Hörpu hefur miðborgin verið undirlögð byggingaframkvæmdum með tilheyrandi brölti, umferð stórra vöru- og steypubíla og þrengingum á umferð. Hér sést allt Hafnartorgið beggja meginn Geirsgötu þar sem er að verða til blandð hverfi íbúða, berslunar, veitinga og annarrar þjónustu í hjarta miðborgarinnar.Reginn Senn líður að því að þessum miklum byggingarframkvæmdum í miðborginni ljúki. Stór áfangi að því eru nýbyggingar við Bryggjugötu. Finnur Bogi Hannesson þróunarstjóri Hafnartorgs hjá Reginn segir að innan örfárra vikna verði opnað þar torg með veitingastöðum og verslunum sem verði aðgengilegar frá mörgum stöðum. Finnur Bogi Hannesson segir að eftir að nýja togið verði tilbúið verði til nýtt hverfi í miðborginni.Stöð 2/Sigurjón Við erum hér í miðjunni á þessu nýja verslunar- og veitingatorgi og þið ætlið að opna eftir nokkrar vikur. Þið eruð bjartsýnir? „Já, en samt bara raunhæfir myndi ég telja,“ segir Finnur Bogi en fréttamanni þykir mikið eiga eftir að gera á svæðinu. Hann segir flesta veitingastaðina verða eitthvað á undan verslununum en stefnt sé að því að öllu verði lokið fyrir mánaðamót. Hægt verði að ganga inn á torgið frá mörgum stöðum. „Þetta er eiginlega torg inni í húsi. Við erum með mjög gott aðgengi beint úr bílakjallara. Rúllustigi beint upp úr bílakjallara með ellefu hundruð stæði. Svo erum við með aðgengi beint frá Geirsgötu, Bryggjugötu og beint frá gestamóttökunni á Edition hótelinu,“ segir Finnur Bogi. Hafnartorg Gallery verður á jarðhæðum blá-merktu húsanna á myndinni.Reginn Meðal verslana í nýja hlutanum verði fyrsta North Face útivistarverslunin á Íslandi og stærsta verslun 66 gráða norður. Með Hafnartogi beggja megin Geirsgötu sé að verða til nýtt borgarhverfi þar sem menningin, verslun, veitingar og þjónusta sé allt á einum stað. Í kring um þessa miðju verða fjölbreyttir veitingastaðið og verslanir.Reginn „Með því að hafa fjölbreytileika, að aðilar geti unnið vel saman á svona svæði, er lykillinn teljum við. Og við erum að ná því núna,“ segir Finnur Bogi. Um þrjátíu verslanir og veitingastaðir verði á Hafnartorgi til samans. Stafræn myndlist mun fá að njóta sín á veitinga- og verslunartorginu.Reginn Til að allt þetta gangi upp dugar ekkert minna en her iðnaðarmanna sem í dag var við störf í öllum hornum. Hafnartorg norðan meginn Geirsgötu, séð niður Bryggjugötu.Reginn Þú ert að segja mér að í júlí geti ég labbað á þetta iðnaðarsvæði sem lítur út eins og það er í dag og hér verði allt sprell lifandi? „Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Alla vega verða einstakar verslanir opnaðar hérna eftir nokkrar vikur og allt svæðið eflaust í júlí,“ segir Finnur Bogi Hannesson.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira