Karllægt umhverfi
Samkvæmt henni er mikil vöntun á fleiri konum í akstursíþróttir. „Þú þarft bara að hafa bíl og honum þarf að fylgja ákveðin trygging og svo bara skráirðu þig, þetta er ekki erfiðara en það,“ segir Hanna um það hvernig hægt sé að byrja að keppa í íþróttinni.
Hún segir rally krossið ekki vera kostnaðarsama akstursíþrótt því mesta fjármagnið fari í öryggisbúnaðinn en ekki í sérstakan bíl. Einnig segir hún keppnis- og æfingagjöldin ekki vera himin há.
Hanna segir konur vera hræddar við að prófa rally því það sé þekkt sem karlasport og að þær séu hræddar um að gert verði grín af þeim, sem hún segir ekki vera raunina.
„Að vera kona í akstursíþróttum er pínu harka, maður þarf að berjast fyrir sínu, ekki það að karlmenn taka mjög vel í mann en sumir gera það ekki.“

Upplifði fordóma
Hanna segist hafa upplifað fordóma þegar hún byrjaði í íþróttinni þar sem henni leið eins og hún væri ekki tekin alvarlega vegna þess að hún væri kvenkyns. Hún segir það þó hafa breyst þegar hún varð keppnisstjóri í rally. Hún segir fyrstu keppnina sem hún hafi stjórnað gengið ágætlega en svo tók hún málin í sínar hendur:
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir þannig að ég var með karlana pínu í bandi.“

„Stóra markmiðið í sumar er allavegana að vera tilnefnd aksturíþróttakona ársins, stefni hátt sko, en svo líka bara að efla kvenfólk í íþróttinni, í akstursíþróttum. Það er markiðið mitt í sumar,“ segir Hanna um framtíðina en innslagið má sjá í heils sinni hér að neðan: