Guðjón Pétur og Hermann ná sáttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 14:01 Guðjón Pétur á fleygiferð gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni. Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Frá þessu var greint á íþróttavef Fréttablaðsins en þar staðfesti Guðjón Pétur að niðurstaða væri komin í málið sem hefði verið blásið allverulega upp. Þá hefur Guðjón Pétur beðist afsökunar í lokaðu stuðningsmannaspjalli ÍBV á Facebook. Þannig er mál með vexti að Guðjón Pétur var tekinn af velli í leik gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Virtist sem Guðjón Pétur hefði hreytt nokkrum vel völdum orðum í Hermann sem brást ókvæða við. Náðist atvikið á myndband. Umrætt atvik í Vestmannaeyjum. Hemmi Hreiðars og Gauji Lýðs haus í haus. pic.twitter.com/TOj6i32fTt— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) May 27, 2022 Í kjölfarið var farið yfir atvikið í Stúkunni þar sem menn töldu litlar líkur á því að Guðjón Pétur myndi spila fyrir ÍBV á nýjan leik. Það virðist þó allt stefna í að miðjumaðurinn knái verði í leikmannahóp liðsins þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta til Eyja þann 15. júní. „Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði,“ segir Guðjón Pétur á Facebook. Í viðtali sínu við Fréttablaði segir hann: „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli.“ „Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman, ótrúlega gott spjall. Þarna mættust bara tveir sterkir karakterar,“ bætti Guðjón Pétur við . Í skrifum sínum á Facebook nefnir hann neikvæðni frá fjölmiðlum og „mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel.“ „Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið,“ sagði Guðjón Pétur að endingu í spjalli sínu við Fréttablaðið og á Facebook tekur leikmaðurinn fram að hann og aðrir leikmenn liðsins muni gera allt sitt til að rétta úr kútnum. ÍBV er í 11. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig þegar átta umferðum er lokið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Guðjón Pétur var skikkaður í vikulangt straff ÍBV þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Bestu-deildinni. Liðið tapaði 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabænum í dag. Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í hóp ÍBV í kvöld en hann fór í vikulagnt straff eftir framkomu sína í markalausa jafntefli liðsins gegn ÍA síðasta laugardag. 29. maí 2022 20:35