Vaktarálag og raunveruleg áhrif þess Arnar Kjartansson skrifar 2. júní 2022 08:00 Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingargeirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingarstaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu. Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum. Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu. Vaktarálög geta svo komið í mörgum myndum. Til að mynda fá starfsmenn sem að vinna á heilsugæslum ákveðið vaktarálag eftir því hvað er mikið álag á heilsugæslunum á því svæði. Vill þá Sigmar að því verði aflétt? Auðvelt er að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu, læknar og hjúkrunarfræðingar myndu vilja færa sig á starfstöðvar með minna álagi. Laun hafa líka mikið að segja um starfsánægju en samkvæmt grein sem birtist í Forbes árið 2011 að þá eru starfsmenn í sömu störfum sem fá hærri laun ánægðari, ekki bara með launin, heldur ánægðari með starf sitt í heild sinni og allt sem að tengist starfinu. Ef þú lækkar laun hjá starfsmönnum eru þeir líklegri til þess að verða óánægðir með starfið og jafnvel segja upp störfum. Þannig að ef téðum atvinnurekanda er svona afskaplega annt um ánægju starfsmanna þá legg ég til að hann hækki grunnlaunin í öllum sínum fyrirtækjum. Það mun gleðja starfsmenn til muna og minnka starfsmannaveltuna til lengri tíma litið. Það myndi einnig hafa veruleg áhrif á andlega heilsu starfsmanna og yrðu vinnustaðir hans eftirsóttir meðal framúrskarandi starfsfólks. Það mun þó ekki gleðja starfsmenn fyrirtækja hans að afnema vaktarálög og þar af leiðandi lækka laun þeirra, því get ég lofað. Líklegasta niðurstaðan af því væri hærri starfsmannavelta, uppsagnir og erfiðleikar með að manna vaktir. Höfundur er nýútskrifaður viðskiptafræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun